Markmið

Markmið félagsins er að efla fjarkönnun á Íslandi, í fræðilegum og hagnýtum tilgangi.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að skapa vettvang fyrir umræður og samvinnu á sviði fjarkönnunar. Það er m.a. gert með því að halda fræðsluerindi, fundi, vinnustofur og ráðstefnur.