Hér er að finna efni sem tengist viðburðum félagsins
Haustráðstefna 2022
Fimmtudaginn 27. október 2022 klukkan 13:00-16:00 –
Landbúnaðarháskóla Íslands, Geitaskarði – Keldnaholti
Undanfarin tvö ár hefur starfsemi félagsins að mestu verið bundin við vefkynningar og samskipti á samfélagsmiðlum, vegna þekktra samkomutakmarkana. Nú er ætlunin að kanna hvað fjarkönnunarfólk hefur aðhafst undanfarið; Margt hefur gerst í fræðunum, tækninni og umhverfinu á þessum tímum og fjarkönnun verið meira viðeigandi en nokkru sinni fyrr.
Kallað er eftir tillögum að erindum og veggspjöldum um verkefni tengd fjarkönnun í víðu samhengi.
Vinsamlega sendið titil erindis/veggspjalds og nafn höfundar/höfunda á netfangið fjarkonnunarfelag (hjá) gmail.com til og með 10. október. Þar má einnig nefna viðkomandi fyrirtæki/stofnun/skóla og tilgreina hvort óskað er eftir veggspjaldakynningu eða erindi.
Gert er ráð fyrir 15 mínútna erindum (íslenska/enska/norðurlandamál) og spurningum þar á eftir. Veggspjaldakynningarnar verða óformlegar, en góður tími gefst til umræðu. Boðið verður upp á kaffiveitingar í hléi.
Ekkert ráðstefnugjald verður innheimt en þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir 25. október með því að senda tölvupóst á netfangið fjarkonnunarfelag (hjá) gmail.com Reiknað er með að ráðstefnunni verði streymt en mælt er með því að þeir sem hyggjast kynna verkefni sín mæti á vettvang.
Í kjölfar ráðstefnunnar verður aðalfundur félagsins haldinn. Fundarboð og dagskrá verða send félagsmönnum í byrjun október.
Með kærri kveðju. Stjórnin.
Birt 27.9.2022