Félagið

Félagið var stofnað haustið 2019 sem félagskapur einstaklinga sem koma að fjarkönnun á einhvern hátt. Markmið er að stuðla að umræðu og umfjöllun um fjarkönnun.

Stjórn félagsins skipa (2021-2022)

Gunnlaugur M. Einarsson formaður
Emmanuel Pagneux, gjaldkeri
Ingibjörg Jónsdóttir, ritari
Ólafur Rögnvaldsson
Esther Hlíðar Jensen

Fyrri stjórnir

2019-2020, Gunnlaugur M. Einarsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ólafur Rögnvaldsson, Sigmar Metúsalemsson , Þóra Björg Andrésdóttir

2020-2021, Gunnlaugur M. Einarsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ólafur Rögnvaldsson, Sigmar Metúsalemsson, Esther Hlíðar Jensen

Lög félagsins

1.gr.

Félagið heitir Fjarkönnunarfélag Íslands

2. gr.

Tilgangur félagsins er að efla fjarkönnun á Íslandi.   

3. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að skapa vettvang fyrir umræður og samvinnu  á sviði fjarkönnunar. Það er gert með því að halda fræðsluerindi,  fundi, vinnustofur og ráðstefnur.

4. gr.

Félagsaðild.  Allir sem hafa áhuga á eflingu fjarkönnunar geta gengið í félagið.   

5. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

6. gr.

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. október ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.  Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál
  8. Samþykkt fundargerðar

7.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum, formanni og 4 meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Einnig er heimilt að kjósa allt að 5 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

8.gr.

Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi.  Félagsgjöld skulu innheimt árlega.

9. gr.

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til að halda fræðslufundi, ráðstefnur og námskeið á sviði félagsins.

10. gr.

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til þeirra góðgerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi.   

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi

Dagsetning: 20. September 2019.